Þú ræður! – Væntanlegt
Spurningaleikur um persónuvernd & persónuupplýsingar. Leikurinn er í vinnslu og verður aðgengilegur von bráðar..
Myndlæsi – Andlit
Myndlæsi er mikilvægt á netinu þar sem ekki allar myndir eru af raunverulegu fólki eða atburðum. Með hjálp gervigreindarinnar er auðvelt að búa til sannfærandi falsaðar myndir og því mikilvægt að staldra við og rýna vel myndir sem við sjáum. Þekkir þú muninn?
Aldursmerkingar
Aldursmatið á Íslandi byggir á hollenska kerfinu Kijkwijzer. Kerfið byggir á ýmsum rannsóknum og skiptist í sjö aldursflokka og 6 efnisvísa sem eiga að hjálpa áhorfendum að taka ákvörðun um hvort horfa eigi á efni eða ekki. Kijkwijzer snýst ekki um að meta hversu hentug kvikmynd eða þáttaröð er, heldur segja okkur hversu skaðlegt efnið er.
Þekkir þú „umferðarmerkin“?
Samfélagsmiðlar 13+
Af hverju er aldurstakmarkið á mörgum vinsælustu samfélagsmiðlunum 13 ára?
Á hverju byggir það mat og ætti það að vera hærra?
Þekkir þú falsfréttir?
„Falsfréttir“ er hugtak sem er oft notað um efni sem hefur á sér yfirbragð fréttar en er að hluta eða í heild uppspuni. Stundum er líka mikilvægum upplýsingum sleppt til að sýna einhliða mynd af viðfangsefninu.
Við getum öll látið blekkjast á netinu og trúað rangfærslum og misvísandi upplýsingum. Stoppaðu, hugsaðu þig um og athugaðu fleiri heimildir þegar þú leitar upplýsinga.
Jafnvægi í skjátíma
Það er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra hversu mikil skjánotkun er á heimilinu. Skjátími getur haft neikvæð áhrif þegar hann kemur í stað jákvæðrar virkni, svo sem félagslegra samskipta, hreyfingar, nægilegs svefns og heilbrigðs lífernis.