Netumferðarskólinn

Þú ræður! – Væntanlegt

Spurningaleikur um persónuvernd & persónuupplýsingar. Leikurinn er í vinnslu og verður aðgengilegur von bráðar..

Myndlæsi – Andlit

Myndlæsi er mikilvægt á netinu þar sem ekki allar myndir eru af raunverulegu fólki eða atburðum. Með hjálp gervigreindarinnar er auðvelt að búa til sannfærandi falsaðar myndir og því mikilvægt að staldra við og rýna vel myndir sem við sjáum. Þekkir þú muninn?

Aldursmerkingar

Aldursmatið á Íslandi byggir á hollenska kerfinu Kijkwijzer. Kerfið byggir á ýmsum rannsóknum og skiptist í sjö aldursflokka og 6 efnisvísa sem eiga að hjálpa áhorfendum að taka ákvörðun um hvort horfa eigi á efni eða ekki. Kijkwijzer snýst ekki um að meta hversu hentug kvikmynd eða þáttaröð er, heldur segja okkur hversu skaðlegt efnið er.

Þekkir þú „umferðarmerkin“?

Samfélagsmiðlar 13+

Af hverju er aldurstakmarkið á mörgum vinsælustu samfélagsmiðlunum 13 ára?

Á hverju byggir það mat og ætti það að vera hærra?

Þekkir þú falsfréttir?

 

Falsfréttir“ er hugtak sem er oft notað um efni sem hefur á sér yfirbragð fréttar en er að hluta eða í heild uppspuni. Stundum er líka mikilvægum upplýsingum sleppt til að sýna einhliða mynd af viðfangsefninu.

Við getum öll látið blekkjast á netinu og trúað rangfærslum og misvísandi upplýsingum. Stoppaðuhugsaðu þig um og athugaðu fleiri heimildir þegar þú leitar upplýsinga.

Jafnvægi í skjátíma

 

Það er fyrst og fremst á ábyrgð foreldra hversu mikil skjánotkun er á heimilinu. Skjátími getur haft neikvæð áhrif þegar hann kemur í stað jákvæðrar virkni, svo sem félagslegra samskipta, hreyfingar, nægilegs svefns og heilbrigðs lífernis.

ÞÚ RÆÐUR - leiðbeiningar
  • Leikurinn er settur upp sem glærusýning til þess að safna ekki upplýsingum um þátttakendur og svör þeirra.
  • Þegar að þú hefur ákveðið hvaða svarmöguleiki sé réttur flettir þú á næstu glæru til þess að sjá rétt svar/svör. Athugið að það gætu verið fleiri en eitt rétt svar við hverri spurningu!
  • Hægt er að spila leikinn nokkur saman eða sem heill bekkur. Hópurinn ræðir þá efni hverrar spurningar og kemur sér saman um rétt svar áður en flett er yfir á næstu glæru. Á þennan hátt má nota leikinn til að skapa umræður.
  • Markmið leiksins er að vekja þátttakendur til umhugsunar og skapa aukna vitund um hlutverk persónuverndar, réttindi, samþykki og mörk
  • Leikurinn er settur upp í þremur stigum (Borð 1 – Borð 2 – Borð 3).

 

Leikurinn er byggður á leik dönsku persónuverndarstofnunarinnar Datatilsynet

Gangi ykkur vel og góða skemmtun!

Gott að hafa í huga
  • Gervigreindin tekur myndir sem til eru á netinu og blandar þeim saman til að búa til nýja. Horfðu í myndina og athugaðu hvort þú sjáir hvort það er búið að klippa og líma hana saman? Vantar bút á eyra? Eru útlínur andlits óeðlilega beinar og sléttar? Eru beinar línur í hári og engin úfin hár sem standa út í loftið?
  • Horfðu í útlínur andlitsins. Stundum blandast andlit og bakgrunnur saman. Þá myndast gjarnan sveigir, dældir og skrítinn litasamruni.
  • Lykillinn er oft falin í smáatriðunum. Horfðu í hárgreiðsluna, farðan, skartgripi, föt og alla aukahluti því þar gerir gervigreindin oft mistök.
  • Horfðu á tennur, fingur og tær (ef þær eru sjáanlegar).
  • Hvernig er bakgrunnurinn? Er hann allur skakkur og skældur?
  • Andlitsmyndir sem gervigreindin býr til eru gjarnan symmetrískar og augun í beinni línu.
  • Fólk er duglegt við að laga myndirnar sínar til með myndvinnsluforritum og Photoshop, slíkt er því ekki vísbending um að gervigreindin hafi búið myndina til þótt vissulega sé einhver búin að eiga við hana.
  • Höfum í huga að við erum ekki að leita eftir fólki sem er öðruvísi en við því útlit fólks er gríðarlega fjölbreytt og mismunandi.